Johnny Magg

kellingin komin í úrvalsdeildina

sunnudagur, júlí 20, 2003

okey ég veit að ég er ekki búin að vera dugleg að blogga en þú veist!!!!!! En ég átti nú samt alveg brilliant helgi.

Föstudagur var nottla snilld það var massa veður og kellingin ákveður að skella sér á sumardjamm FM og þar voru Sálin og SSSól
að spila og þvílík snilld það er langt síðan ég hef skemmt mér svona geðveikislega vel, við lentum í slagsmálum og það var nú meira ruglið úffffffff ok það byrjaði þannig að einhver gaur fór að bögga Smára og endaði með því að hann kýldi hann. Þá stukkum ég og Elísa á gaurinn og ég hékk í hárinu á honum en hún fór eitthvað að slá hann og viti menn haldiði að gaurinn hafi ekki kýlt hana og þá varð allt vitlaust, Viddi "massi" og Addi Stóri fóru út og já eitthvað að lemja gaurinn og allt vitlaust úfff rosaleg saga.

En þetta var allavega skemmtilegasta kvöld fyrir utan kannski slagsmálin :-)


En á laugardaginn fórum við í matarboð til systur minnar sem stóð mun lengur en við höfðum hugsað okkur þannig að við fórum ekki til Auðar og Óskars sem voru að halda upp á afmælið sitt og við óskum þeim hér með til hamingju og biðjumst forláts á að hafa ekki mætt en þetta var nú aldeilis góð helgi og íslandsmet í góðu veðri í FIMM daga í röð og geri aðrir betur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home