Johnny Magg

kellingin komin í úrvalsdeildina

sunnudagur, júlí 13, 2003

Out of office

Jæja og ég sem hélt að þetta yrði leiðilegasta helgi sumarsins !!!!! Það var sko aldeilis ekki raunin. Á föstudaginn fór ég með Viðari, Dolla, Ernu og Einsa á Players, þar voru Í svörtum fötum að spila og auðvitað aðal grúppían þeirra Hulda Birna Kennarinn minn í FB :-) Einar dansaði við ljótasta og asnalegasta fólkið á svæðinu og ég meig næstum í mig úr hlátri, svo var gaur, örugglega fullasti gaur sem ég hef séð " fyrir utan Dolla kannski" sem tæklaði eina fimmtuga á dansgólfinu og gellan steinlá (djöfull var það fyndið)

Svo í gær þá komu Rósa og Hlín til mín og við nollta blá edrú að venju þegar svona skemmtilegar stelpur koma saman:-) Svo fórum við í bæinn á Sólon og það var svo troðið að það er ekki einu sinni fyndið. Kellingin komst ekki einu sinni fyrir á dansgólfinu og það gengur ekki, þannig að eg fór bara á felix og dansaði eins og brjálæðingur. En það var rosagaman en nú byrjar vinnuvika dauðans og ég á örugglega ekki eftir að blogga mikið en seeya

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home