Johnny Magg

kellingin komin í úrvalsdeildina

mánudagur, ágúst 11, 2003

Ég er komin úr fríi veivei.........

Fyrsti vinnudagurinn og mér er strax farið að leiðast úff hvernig verður þetta. En nú ætla ég að segja ykkur lauslega ferðasöguna.....

Fórum út miðvikudaginn 30 júlí og vorum á hestamótinu í 5 daga og það var geðveikislega gaman stemmingin var ógleymanleg og Ísland átti 3 heimsmeistara og þar á meðal Siggi kallinn hennar Eddu systir úff þetta var geðveikt.
Á mánudeginum 4 águst héldum við Viddi til Kóngsins Köben og fórum inn á hið fræga gistiheimili sem Freysi kallinn hafði bent okkur á ooooooooojjjjjjjjjjjjjjjjjj bara ok við löbbum að húsinu og það lítur frekar illa út svo sjáum við geðveikt girnilega strönd beint fyrir utan, síðan göngum við inn í hinn fræga luftkastellet og guð hjálpi mér það voru engin herbergi þetta var bara skemma með kojum og það voru svona einhvern veginn tjöld eða lök til þess að skilja herbergin að, sem sagt hreinn vibbi. Við vorum nottla fljót að snúa við og fórum á hótel Cabinn og þar kostaði nóttin á herbergið 610 DKK sem er 7320 kr ísl ok ekkert að því nema að það var bara laust í 2 nætur þannig að við Viðar fengum okkur göngu daginn eftir til að leita af hóteli og gengum í rúma 4 klst. og það var allt fullt nema hotel Hebron 985 DKK nóttin fyrir herbergið eða 11820 kr og við tókum það en ekki meira um hótel dauðans

En á mánudeginum fórum við í kósý stemmingu í garðinum hjá Freysa og Erlu og grilluðum og drukkum, þaðan fórum við á Samsbar og sungum og Gunnar og Erla voru nokkuð góð, En Doddi leiknisvallarstjóri var án efa lang bestur.
Þriðjudagur 5 ágúst
var nokkuð góður fyrir utan hótel gönguna. Við byrjuðum á því að fara í Fiskitorfuna og versla pínu af fötum, svo ætluðum við í gókart en þá hefðum við þurft að leigja alla brautina og bíða eftir henni í 3 tíma og þá hefðu Gunnar og Doddi misst af vélinni þannig að það var ekki hægt.
Miðvikudagurinn 6 ágúst
þá komu Sigrún Ýr og Arnar og þá byrjaði önnur ganga eftir hóteli úfff en fundum hótel eftir 1 og hálfan svo fórum við í Tívolíið það var bara gaman maður breyttist bara í lítið barn. Við fórum í turninn og ó my god ég hélt í alvörunni tala/skrifað að ég mundi deyja. Ég hvet allt til þess að fara í þetta tæki það er massíft
Fimmtudagur 7 ágúst
Vöknuðum á hádegi hittum þá teindó sem voru nýkomin til köben og þau buðu okkur út að borða. Svo fór Viðar leiðsögumaður með gamla settið í lestarferð og ætlaði í Fisketorvet og hoppaði inn í lest og allir á eftir honum svo fórum við bara eitthvað allt annað og vá ég hef sjaldan verið eins reið út í hann á ævi minni þetta hefði verið í lagi ef að við hefðum bara verið tvö en svo var ekki, en þetta blessaðist allt og við enduðum í torfunni eftir tvær lestir svo um kvöldið fórum við með Sigrúnu og Arnari á Ítalskan og fundum okkur svo hjól og hjóluðum útum allt og vorum stoppuð af löggunni af því að við vorum ekki með lukt á hjólinu :-)
Föstudagur 8 ágúst
Fóru á ströndina en það var svo heitt að við vorum bara í tvo tíma. Þaðan fórum við í Christianiu og fyrsta sem við mætum þegar við löbbum inn er útúr dópaður íslendingur sem stoppaði okkur og sagði að við yrðum að ganga að vatninu og sitja þar í svona 10 mínútur hann var bara mikið dópaður. Svo fórum við á HardRock um kvölið og ég fékk án efa bestu steik sem ég hef smakkað uuuummmm svo röltuðum við á írskan pöbb og sátum þar heillengi.
Laugardagur 9 ágúst
Síðasti dagurinn í Köben............ við tékkuðum okkur út af hótelinu klukkan 11 og röltum til teindó og þar sjáum við tvo heróín fýkla drepast án gríns. Þeir voru að labba á Istegade og allt í einu byrjar einn að titra og svo bara hnígur hann niður og verður blár í framan og svo 5 sekúndum seinna byrjar annar að titra eins og brjálæðinur og dettur niður og verður líka blár í framan og svo komu sjúkrabílar og læti og allt sett á stað þetta var ekki beint fögur sjón.

En þetta var ferðasagan í grófum dráttum

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home