Johnny Magg

kellingin komin í úrvalsdeildina

laugardagur, desember 06, 2003

Svo er líka eitt sem mig langar að segja frá er það að góður drengur sem ég þekki, hann heldur út þessari líka fínu síðu. Á þessari heimsfrægu (allavega fræg í Breiðholtinu) heimasíðu er hann að taka viðtöl við fólk en það fyndna eða siðlausa við það er að hann spyr og svarar. Þannig að tökum dæmi hann segir á síðunni sinni að hann sé að taka viðtal við Vidda sæta en þetta er ekki viðtal við hann því að í rauninni er þetta viðtal, bara hugsanir Gunna því Viðar kannast ekkert við þetta. hvað kemur næst ??? maður spyr sig.... En hvet ykkur til að kíkja á myndina af Viðari síðunni hans Gunna hún er svolítið fyndin og Gunnar Hilmar fær 3 1/2 stjörnur af 5 mögulegum
Hilsen Pirripirr

Arrrggg nú er ég sko pirripirr ég var búin að skrifa hér heila bók af mjög skemmtilegu bulli og svo bara hvarf það ég var semsagt búin að skrifa um hvað Helgi í Idolinu olli mér miklum vonbrigðum með annars mjög gott lag en hann mun vonandi koma sterkur inn næst fyrir vikið, Vala úff hvernig er hægt að klúðra þessu góða lagi með þessari frábæru hljómsveit ? Ég hreinlega veit það ekki og svo var mjög gott að rostinn var lækkaður í Rannveigu ánægð með þetta en hvað get ég sagt það er ekki eins og að ég geti sungið frekar en hún móðir mín híhí

fimmtudagur, desember 04, 2003

Massa bloggari stelpan

Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa hér er sú að ég NÁMSHESTURINN með meiru er að klikkast á þessum helvít........ins lærdóm en þetta eru vonandi síðustu próf mín í hinum undurskemmtilega FB shit hvað eg er ekki að nenna þessu. En það er nú lítið að frétta fyrir utan það að á laugardaginn síðasta fór ég á reunion með gömlu skólafélögunum úr Seljaskóla það var mjög fínt og ætla ég að þakka Rósu, Bettý og þeim sem að þessu stóðu fyrir fínt kvöld.
Gunnar Jarl er diggur aðdáandi Jelenu Joanovic markmanns okkar Stjörnukvenna, hann er búinn að gera síðu jelenajo.blogspot vona að þið hafið ánægju af
lifið heil annað en ég verð orðin heiladauð af þessum helvítis bókalestri áður en ykkur dettur í hug ses