Johnny Magg

kellingin komin í úrvalsdeildina

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Já það er maður mættur aftur.

Think god að þessi helgi er búin, já eins og þið kannski vitið þá var ég í æfingabúðum og ég er búin á því............spiluðum 2 æfingaleiki unnum einn en töpuðum hinum.

Maður lærði bara fullt af nýjum orðum um helgina úff öll mikilvægustu orðin skíta, prumpa og fleira maður er mjög öruggur á kantinum. Svo var ég í fyrsta skiptið með gesti og ég hata að vera með gesti og hafa ekki einusinni gestarúm ennþá, þetta er nottla ekki hægt. Ég fæ ekki einusinni húsgögn í stofuna fyrr en 20 ágúst. En betra seint en aldrei.

En að verkefni vikunnar, það er komið að því að ég þarf að baka............já ég að baka haldið þið að það sé. Það er turnering hér í Weibern næstu helgi og ég þarf að baka eina köku fyrir laugardag og eina fyrir sunnudag. úff ég er ekki mjög mikill bakari ennþá..... en allir sem vilja hjálpa endilega sendið mér mail með einhverjum léttum uppskriftum á jonam5@hotmail.com (Árni þetta er bein orðsending til þín) :-)
p.s. Eg var að leita að Betty útí búð en fann hana ekki þannig að voðinn er vís...............

Bakarinn kveður að sinni

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home