Johnny Magg

kellingin komin í úrvalsdeildina

föstudagur, september 03, 2004

Fyrsti leikur er eftir nákvæmlega 30 klukkustundir !!!!!!

En það er ekki laust við að maður sé með smá heimþrá, já nefnilega á þessum 2 mánuðum sem ég hef verið hérna þá hefur ekki verið eitt einasta almennilega djamm. Þjóðverjar eru hrikalegir í þessu.............fufffff þeir kalla það að fara á djammið að fá sér 3-4 bjóra ég er ekki alveg að átta mig á þessu öllu saman. En nóg um það því að ég var að komast að því að ég þarf að vera hérna í landi anti djammarans á helv...s áramótunum, já og ég er ekki að grínast. Viljið þið vita ástæðuna ??? Það er æfingamót 29 og 30 desember þvílík ástæða pufffffff. Já Jóna Margrét er ekki alveg sátt með þetta þar sem fyrsti leikurinn í deildinni er ekki fyrr en 16 janúar hummm skrítið að stelpan sé pirruð neiiiiiiiii.

En nóg um það því að Sylvía og Miriam voru svo elskulegar að þær buðu okkur Sollu í dýrindis kjúkling í gær ummmmm þær fá 8.5 fyrir þetta boð.
En til að leyfa ykkur að fylgjast með bakstrinum mínum þá er ég bara að verða ágætis bakari þó ég segi sjálf frá...... maður er alltaf að æfa sig fyrir matarklúbbinn :-)

Annars er lítið annað í fréttum en að það er frí á æfingu í dag og ég hef nákvæmlega ekki rassgat í bala að gera, ég er búin með bókina sem ég var að lesa (dætur kína) gef henni 7,5 í einkunn svo er ég búin að horfa á 23 friendsþætti síðustu 3 sólarhringa geri aðrir betur en nógum það því ég nenni ekki að rugla meira í bili...

Frankfurt Oder hier we come

4 Comments:

At 1:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvís. það er nú ekki gott að heyra með þetta djammleysið þarna í Þjóðverjalandinu =( En engar áhyggjur ég djamma fyrir okkur báðar hér heima á klakanum og stend mig með prýði ;)H
Hafðu það gott og ég bið að heilsa Viðari.
Kveðja,
Eva Dögg

 
At 12:09 f.h., Blogger Stjarnan said...

sæl kella ;) flott að þu ert komin með þetta fína comenta kerfi..en vildi bara láta vita að við erum ´búnar að spila 2 á rvk open unnum víking og svo Fh! svo er það valur og frma á morgun..
o my ..ekkert djamm fyrir JónU..það er ekki að virka..bið að heilsa kveðja Lísa og Stjarnan :)

 
At 4:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halló snúllan mín. Frábært að þú sért komin með svona commentakerfi. Það er allt gott að frétta héðan. Litla múslan mín er að verða stór, þetta er svo fljótt að líða.
Þín var sárt saknað í síðasta matarklúbbi, það er ekkert gama að hafa þig svona í útlöndum. En það er gott að vita að þú ert alltaf að æfa þig í bakstrinum:)
Ég var samt að vona að þú kæmir eitthvað heim um jólinn og áramótin svo við gætum haldið jólamatarklúbb fyrir þig:(
Vertu dugleg að blogga það er svo gaman að fylgjast með þér:)
Kyss kyss og 1000 knúsar
Sigrún Ösp

 
At 4:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Jóna mín!!
Við erum komnar í úrlit á mótinu, unnum val áðan 18-10, án önnu blöndal sem var með barnaafmæli og svo var Rakel send með sjúkrabíl í miðjum leik, ´hnéð er líklegast slitið!!! við eigum úrslitaleik á morgun kl. 18 við íbv, held ég..*!!
Vona að þér gandi vel!!
kv. og knús Hind

 

Skrifa ummæli

<< Home