Johnny Magg

kellingin komin í úrvalsdeildina

mánudagur, september 13, 2004

Fyrstu stigin komin í hús

Já viti menn, kjellurnar bara tóku sig til og unnu Oldenburg á útivelli og geri aðrir betur. Og fyndnasta við þetta var það að þjálfarinn hjá Oldenburg sagði í blaði fyrir leikinn að við í Weibern ættum kannski eftir að ná einum sigri í allan vetur ha ha gott á þennan helv... hrokagikk. Já Solla og Dagný voru ekkert smá góðar, gefum þeim EITT GOTT KLAPP. Og markmaðurinn okkar fór á kostum. Svo eftir leikinn þá fögnuðu stelpurnar í liðinu eins og þær hefðu orðið heimsmeistarar frekar fyndið þetta var hálftíma programm eftir leik (en að sjálfsögðu tók maður þátt í fagnaðarlátunum en kunni ekki eitt einasta lag sem þær sungu, en ég hreyfði varirnar það var nóg :-) Og svo ef ykkur langar að sjá heimasíðu Weibern þá er hún hér mjög flott og gaman að lesa gestabókina eftir góða byrjun hjá liðinu en það er bara vonandi að velgengninni verði fylgt eftir.....

Og svo í gær þá fórum við átta úr liðinu og sáum Leverkusen spila við Trier og það endaði með jafntefli og ég sá BayArena þvílíkt flottur leikvangur ertu að grínast shitt en svo fórum við á Argentískt steikhús í Mayen umm geðveikislega gott en annars var ekki mikið meira um að vera þessa helgina nema hvað að um næstu helgi þá fáum við frí föstudag, laugardag og sunnudag ohh það verður ljúft uuuummmmm. Kannski að maður kíki þá á Einsann og Elfuna því Einsinn er að keppa á móti Essen (Guðjón Valur að keppa ég á ekki von á öðru en Daggan komi með okkur Viddanum) En ætla að láta þar við sitja og kveð að sinni

dann bis morgen oder ubermorgen

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home