Johnny Magg

kellingin komin í úrvalsdeildina

miðvikudagur, september 15, 2004

Kjellingin er að fara að flytja

Jú jú haldið þið ekki bara að það hafi komið maður til mín í vikunni og viti menn honum fannst húsið ekki upp á marga fiska svo að hann fór eitthvað að vinna í þessu og svo í morgun þá kom hann og sagði að hann hefði fundið þessa súper gute wohnung fur uns (frábæra íbúð fyrir okkur, bara að sína ykkur hvað maður er orðinn sleipur í þýskunni) og þetta er glæný íbúð með öllu nýju inní víhí maður er að fara að flytja frá maurunum vei vei

Svo er ein stór frétt því stór vinur okkar hann Ólafur Haukur og Björk kærastan hans voru að eignast litla rúsínu stelpu í gær. Innilegar hamingjuóskir.

lifið í lukku en ekki í krukku

Brandarakall

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home