Johnny Magg

kellingin komin í úrvalsdeildina

sunnudagur, október 03, 2004

Vonbrigði dauðans

Já við tókum okkur til og töpuðum með 6 mörkum á móti Buxtehude (22-28) sem á að vera í svipuðum styrkleikaflokki og við. Og við vorum svo ógeðslega lélegar að það er varla fyndið, já við náðum alveg að skapa okkur fullt af færum en nei þá var þessi ófreskja í markinu sem við skutum bara endalaust í..............já það er ekki laust við að maður sé dálítið svekktur..arrrrggg... og það er einnig óhætt að segja að þetta hafi ekki verið dagur okkar Íslendinga og hananú....

Og svo skoðar maður eigin heimasíðu og þá er bara ófreskju mynd af kjellunni til hliðar gvöð minn góður Helga Vala gastu ekki valið betri mynd en þetta, eða þetta er kannski allt í lagi til að hrekja fólk frá síðunni nú vill enginn skoða hana af því að það er ógeðis mynd til hliðar nei nei bara smá grín Takk Helga.........
En í lokin ætla ég bara að segja ykkur að á föstudaginn tókum við okkur til og horfðum á video og viti menn ég horfði á The Ring (hryllingsmynd) með by the way þýskutali og engum texta og maður bara skildi nánast allt og ég var svo stolt af mér að ég setti bara aðra mynd í tækið og horfði semsagt á tvær myndir í röð með þýsku tali og engum texta og geri aðrir betur..úff þannig að núna get ég farið í bíó hérna í nýskubúkalandi án þess að blóta allan tímann.....djöfulsins stemming............
Tölvunördinn sem kann ekkert á þetta apparat kveður að sinni.
ble......................................................................

1 Comments:

At 11:49 f.h., Blogger HelgaVala said...

thíhí :)

Ég fann enga mynd af þér.. fór á google.com og sló in "Jóna Margrét" og þessi kom upp.. Endilega sendu mér aðra og ég skal skella henni inn ;)

l8ter
your look-manager

 

Skrifa ummæli

<< Home