Johnny Magg

kellingin komin í úrvalsdeildina

fimmtudagur, maí 06, 2004

Jújú þá er það komið ljóst að við stjörnustelpur erum dottnar út og stutt í hófið :-) En framundan er verkefni með landsliðinu og við munum spila 2 leiki við dani helgina 15 og 16 maí og svo er bara Tékkland úff það verður sko strembið en það er annars ekkert mikið að frétta fyrir utan kannski það að ég hrúturinn sjálfur hef ákveðið að spila með þýsku liði næstu leiktíð og hlakka alveg hrikalega mikið til. Þannig að í júlí þá mun ég verða hrikalega dugleg að skrifa inn á þessa blessuðu síðu svo þið getið fengið að fylgjast með en þangað til næst kiss kiss