Johnny Magg

kellingin komin í úrvalsdeildina

föstudagur, september 03, 2004

Fyrsti leikur er eftir nákvæmlega 30 klukkustundir !!!!!!

En það er ekki laust við að maður sé með smá heimþrá, já nefnilega á þessum 2 mánuðum sem ég hef verið hérna þá hefur ekki verið eitt einasta almennilega djamm. Þjóðverjar eru hrikalegir í þessu.............fufffff þeir kalla það að fara á djammið að fá sér 3-4 bjóra ég er ekki alveg að átta mig á þessu öllu saman. En nóg um það því að ég var að komast að því að ég þarf að vera hérna í landi anti djammarans á helv...s áramótunum, já og ég er ekki að grínast. Viljið þið vita ástæðuna ??? Það er æfingamót 29 og 30 desember þvílík ástæða pufffffff. Já Jóna Margrét er ekki alveg sátt með þetta þar sem fyrsti leikurinn í deildinni er ekki fyrr en 16 janúar hummm skrítið að stelpan sé pirruð neiiiiiiiii.

En nóg um það því að Sylvía og Miriam voru svo elskulegar að þær buðu okkur Sollu í dýrindis kjúkling í gær ummmmm þær fá 8.5 fyrir þetta boð.
En til að leyfa ykkur að fylgjast með bakstrinum mínum þá er ég bara að verða ágætis bakari þó ég segi sjálf frá...... maður er alltaf að æfa sig fyrir matarklúbbinn :-)

Annars er lítið annað í fréttum en að það er frí á æfingu í dag og ég hef nákvæmlega ekki rassgat í bala að gera, ég er búin með bókina sem ég var að lesa (dætur kína) gef henni 7,5 í einkunn svo er ég búin að horfa á 23 friendsþætti síðustu 3 sólarhringa geri aðrir betur en nógum það því ég nenni ekki að rugla meira í bili...

Frankfurt Oder hier we come

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Pink lady mætt á svæðið

Já þetta er ekki hægt.......... ég er svo mikill tölvukall að það er fáránlegt en nóg með það því nú duttu linkarnir mínir út og ég kann ekkert að setja nýja. Þetta er ekki hægt Tóti tölvukall HJÁLP, HILFEN.....
Dagný er ekki að gera gott mót þessa dagana.... maður birtir ekki inside stories á netinu, hér getiði tékkað á vitleysingnum úr Dútenhofen, og meira um það því á föstudaginn þá vorum við í einhverju viðtali og kallinn segir hei er ekki kærastinn þinn að spila hérna í þýskalandi líka og Dagný svarar jú, hann spilar með Dutenhofen og kallinn horfir lengi á hana og veit ekkert hvaða lið hún er að tala um og ég segi við kjelluna Wetzlar og já ok Wetzlar Dutenhofen (fyrir þá sem ekki vita þá er Dutenhofen bærinn sem þau búa í og hann er álíka lítill og Neskaupsstaður, það veit semsagt enginn hver bærinn er) þetta var frekar fyndið......you had to bee there.........

En nóg um það því FYRSTI leikurinn er á laugardaginn gegn Þýskumeisturunum það er bara komið pínu hland í buxurnar úfffffff....
Viddinn keppti á sínu fyrsta hestamóti um síðustu helgi og endaði í 3. sæti, ágætis árangur hjá kallinum. Svo fórum við með strákinn í klippingu áðan, mjög öruggt og klippikonan talaði enga ensku þannig að við þurftum að bjarga okkur, og viti menn drengurinn er með klippingu einsog Florian Khermann örvhenti hornamaðurinn í þýska landsliðinu sjóðheitur að venju.....
Nei nei smá grín bara fyrir Rögnu mömmu hans :-)

En nóg í bili
Tóti Tölvukall kveður