Johnny Magg

kellingin komin í úrvalsdeildina

þriðjudagur, september 07, 2004

Jú jú var það ekki það er allt eins í þessu helvítis landi
úff ég er ekkert smá pirruð. þannig er mál með vexti að ég átti að fá nýtt rúm og loksins fataskáp þar sem að ég er búin að vera hér í 2 mánuði án fataskáps haldið þið að það sé ástand....... skrítið að maður sé pirraður og svo er alltaf sagt á morgun á morgun og svo á morgun þá verður örugglega sagt eftir viku. Meiri vitleysan alltaf hreint.
En Stjörnur til hamingju með sigurinn á Reykjavíkurmótinu...einn titill kominn 3 eftir :-)

En þetta er nóg í bili ég þarf að fara að þrífa eftir meindýraeyðirinn helvítis maurar útum allt eins og ég segi maður veit ekki hvað maður hefur það gott að búa á klakanum fyrren maður prófar eitthvað nýtt
adios

sunnudagur, september 05, 2004

Viti menn
Haldið þið að kjellan hafi ekki bara skellt sér á diskó í gær ásamt fríðu föruneyti. Já úff svakastuð við fórum Ég, Dagný, Daniela og Kissí á Diskótek í Koblenz sem heitir Baltasar sjóðheitar...
Loksins fékk maður að djamma en þetta var enginn hverfis það er nokkuð ljóst. En nóg um það í bili því að fyrsti leikurinn okkar var í gær og þvílík stemming í höllinni eða réttara sagt kofanum.... vú það var hrikalega gaman að spila þennan leik stemmingin var massa.... við byrjuðum gríðarlega vel og komust í 5-2 gegn Þýskumeisturunum og við héldum því forskoti þar til um 10 mínútur voru eftir þá var einsog það hefði verði lofti hleift úr blöðru og við enduðum með því að tapa með 3 mörkum en það telst ágætt. Við Íslendingarnir stóðum okkur bara nokkuð vel þótt ég segi sjálf frá. Svo fór liðið bara á café sem er eini pöbbinn í bænum og píndi í sig nokkra :-) og við skvísurnar svo á diskó. Sjóðheitar og sykursætar.............
Svo í morgun var maður bara ferskur og átti að mæta í einhvern helv.... afmælis leik hjá einhverjum bæ á móti Trier, eldhressar vöknuðum við eftir að hafa verið á diskó til hálf6 þá mættum við hressar í leikinn en skárum okkur ekkert út því allur mannskapurinn var á hvolfi í gær þannig að þetta var fínt töpuðum með 3 held ég og viti menn prúðmennið sjálft ÉG lenti í slagsmálum í leiknum einn leikmanna Trier klemmdi svo feitt á mér hendina og Jóna fighter ákvað bara að bomba í hana til baka, gellan gjörsamlega trompaðist og sýndi bara kassann, það var bara farið að fara svolítið um mann þarna..... en það er gaman að þessu.
Alla vega að lokum ætla ég að óska henni móður minni til hamingju með daginn hún á nefnilega afmæli...

Diskó Dísa kveður að sinni