Johnny Magg

kellingin komin í úrvalsdeildina

föstudagur, september 17, 2004

Ég bara verð að segja ykkur hvað ég afrekaði í dag

Já í gærkvöldi þá fór ég á Seat ibiza til Viddans, sem er ekki frásögu færandi því að í morgun þá vaknaði ég fyrir allar aldir alveg klukkan 09:45 og ákvað að fara á hestbak og ég trimmaði heil fjögur stykki (hross) og sópaði í klukkutíma úfff kjellan var sveitt á kantinum :-) Og svo fórum við Viðar í matatímanum á Kemer sem er tyrkja pizza staður, og þar lenti ég í neyðarlegasta, fyndnasta og dónalegasta atriði ever...... ég Jóna Margrét prúðmenni með meiru tek mig til og ropa þessu líka ógeðslega ropi sem ég veit, en ég fattaði það ekki fyrr en ég finn bara að það eru 100 augu að horfa á okkur Vidda og ég bendi á Viðar og byrja að skamma hann eins og að það hefði verið hann sem var að ropa og Viðar greyið sökk alveg svoleiðis í sætið, bara fyndið því Viðar fer þarna á hverjum degi að borða.....shitt ég get ekki hætt að hlægja ég er ennþá í kasti....úfffff
Svo er ég bara ekkert öfundsjúk því Dagný er hjá Drífu í Berlín og ég fékk sms frá þeim og þær voru bara í góðu yfirlæti á KFC ekki sátt mundaði litlu að ég hefði bara stokkið upp í bíl og rúllað til þeirra, en svo fór ég að hugsa 5 tímar til Berlín, ég er á bensínbíl já það hefði án efa verið dýrasti TWISTER sem nokkur hefði borðað. en ég fer bara í köln bráðum eða flýg heim
Lísa og Rakel ég er komin með fráhvarfseinkenni... eins gott að þið komið með mér þegar ég kem á klakann........ en hver veit nema að Dagný komi bara með 4 daga gamlan twister handa mér sem mun samt örugglega fara í brúnu tunnuna......
p.s ruslið er mjög vel flokkað hér það er flokkað í þrjár tunnur og brúna er fyrir matarafganga puff þetta er nú meira prumpið..............
En á þessari stundu erum við Viðar hjá Alla að drekka mjólk og flytjum á morgun vei, og förum svo seinni partinn til Slufs og Elfu í Grossvalstadt, þar að segja ef við rötum...........
En segi ykkur meira frá því seinna

í lokin ætla ég bara að ROPA á ykkur :-)
bara grín
Jhoný the flóný

fimmtudagur, september 16, 2004

Já já það er komið á hreint

Kjellan flytur á laugardaginn og viti menn ég fór í gær að skoða og miðað við það sem ég er í núna þá er þetta hús villa já takk fyrir það eru fiskar í garðinum og á kvöldin þá kveiknar bara á diskóljósum hjá þeim og svo er verið að segja að þessir þjóðverjar séu nýskir það finnst mér ekki skrítið þeir eyða öllum peningunum sínum í garðana sína og tíma svo ekki að lifa lífinu almennilega meiri vitleysan. En svo að ég lýsi nú húsinu nýja, þá eru þrjú svefnherbergi, tvö stór baðherbergi, stórt eldhús með uppþvottavél og alles og stofa og svalir og massívi garðurinn ússs sjóðheitt og maður er bara ekkert ánægður með þetta allt saman. Nú vantar mig bara bmw þá er ég orðin góð. En ég á nú örugglega ekki eftir vera duglega að skrifa um helgina því við erum í fríi vei

p.s ég bakaði þessa dýrindis bounty köku í vikunni ég fer bara að titla mig sem heimavinnandi bakara núna usssssussss

Jóna Margrét Ragnarsdóttir (Bakari)

miðvikudagur, september 15, 2004

Kjellingin er að fara að flytja

Jú jú haldið þið ekki bara að það hafi komið maður til mín í vikunni og viti menn honum fannst húsið ekki upp á marga fiska svo að hann fór eitthvað að vinna í þessu og svo í morgun þá kom hann og sagði að hann hefði fundið þessa súper gute wohnung fur uns (frábæra íbúð fyrir okkur, bara að sína ykkur hvað maður er orðinn sleipur í þýskunni) og þetta er glæný íbúð með öllu nýju inní víhí maður er að fara að flytja frá maurunum vei vei

Svo er ein stór frétt því stór vinur okkar hann Ólafur Haukur og Björk kærastan hans voru að eignast litla rúsínu stelpu í gær. Innilegar hamingjuóskir.

lifið í lukku en ekki í krukku

Brandarakall

mánudagur, september 13, 2004

Fyrstu stigin komin í hús

Já viti menn, kjellurnar bara tóku sig til og unnu Oldenburg á útivelli og geri aðrir betur. Og fyndnasta við þetta var það að þjálfarinn hjá Oldenburg sagði í blaði fyrir leikinn að við í Weibern ættum kannski eftir að ná einum sigri í allan vetur ha ha gott á þennan helv... hrokagikk. Já Solla og Dagný voru ekkert smá góðar, gefum þeim EITT GOTT KLAPP. Og markmaðurinn okkar fór á kostum. Svo eftir leikinn þá fögnuðu stelpurnar í liðinu eins og þær hefðu orðið heimsmeistarar frekar fyndið þetta var hálftíma programm eftir leik (en að sjálfsögðu tók maður þátt í fagnaðarlátunum en kunni ekki eitt einasta lag sem þær sungu, en ég hreyfði varirnar það var nóg :-) Og svo ef ykkur langar að sjá heimasíðu Weibern þá er hún hér mjög flott og gaman að lesa gestabókina eftir góða byrjun hjá liðinu en það er bara vonandi að velgengninni verði fylgt eftir.....

Og svo í gær þá fórum við átta úr liðinu og sáum Leverkusen spila við Trier og það endaði með jafntefli og ég sá BayArena þvílíkt flottur leikvangur ertu að grínast shitt en svo fórum við á Argentískt steikhús í Mayen umm geðveikislega gott en annars var ekki mikið meira um að vera þessa helgina nema hvað að um næstu helgi þá fáum við frí föstudag, laugardag og sunnudag ohh það verður ljúft uuuummmmm. Kannski að maður kíki þá á Einsann og Elfuna því Einsinn er að keppa á móti Essen (Guðjón Valur að keppa ég á ekki von á öðru en Daggan komi með okkur Viddanum) En ætla að láta þar við sitja og kveð að sinni

dann bis morgen oder ubermorgen