Johnny Magg

kellingin komin í úrvalsdeildina

fimmtudagur, október 07, 2004

Jarðaför

Já í gær lögðu við leið okkar til Nurnberg og stóðum okkur eins og lík........já þetta var rosalegt línumaðurinn okkar hún Inga hún er meidd á hné, Daníela varnartröllið okkar er líka meidd á hné og svo er Dagný líka meidd á hné og enginn þeirra spilaði í gær og það eru semsagt 3 úr byrjunarliðinu og kannski áttum við aldrei séns og frá fyrstu mínútu var þetta eins og æfingaleikur..............en 20 marka tap hvað er það á móti liði eins og Nurnberg issssss...... en það þýðir ekkert að vera að sökkva sér í þunglyndi því næsti leikur er á laugardaginn á móti Dortmund og það er bara eins gott að við vinnum en ef við töpum þá byrjar bara undirbúningur fyrir deildina sem byrjar í janúar en ég segi ykkur betur frá því seinna..........
Annars er ekki mikið skemmtilegt í dag........
over and out

þriðjudagur, október 05, 2004

Sælt veri fólkið

Í þessum skrifuðu orðum er ég að gera eina af þessum sögulegu tilraunum til að baka og hingað til hefur það gengið frekar vel, þó ég segi sjálf frá en mér líst ekkert á þetta þar sem ég er að líta inn í ofninn og þetta er held ég ekki alveg að gera sig þar sem kakan er búin, eða ekki búin að lyftast mikið úffff þetta er rosalegt ég gleymdi samt ekki að setja lyftiþuft en nóg um það Hrabbs ég er búin að stela uppskriftinni af snúðunum fer í að baka þá bráðum :-)

En þið sem þekkið mig þá vitið þið hvernig ég er að segja alltaf mínar skoðanir þó að ég sé ekki spurð og viti menn hvað haldið þið að ég hafi gert núna.........ususussssusss jájá á laugardaginn var öllu liðinu boðið í eitthvað afmæli og ókey en aðstoðarþjálfarinn okkar er lítill, feitur og frekar hallærislegur gaur og hann var semsagt í gallajakka, svartri skyrtu og drapplituðum buxum og svo datt manninum í hug að vera í RAUÐUM skóm. Reynið þið að ímynda ykkur samsetninguna og ég þurfti að sjálfssögðu að setja út á þetta á minni hrikalega góðu þýsku og greyið kallinn fór alveg í kerfi og fór þvílíkt að afsaka sig, þannig að ég fékk bara samviskubit og reyndi að útskýra fyrir honum að þetta væri ákveðinn sjúkdómur hjá mér og gvöð minn góður greyið manni var alveg í rusli....híhíhí svo í gær á æfingu þá fór hann að tala um þetta og ég nottla alveg eins og kúkur en þá var hann bara að hrósa mér fyrir þetta kallinn......ánægð með hann :-)
En við eigum leik á morgun við Nurnberg sem er liðið sem íbv tapaði með 16 mörkum fyrir í fyrra og ég á nú ekki fyrirfram von á að það verði spennandi leikur en hver veit.......og svo eigum við Dortmund á laugardaginn þannig að það er brjálað að gera. Svo er ég að fara í fyrsta tímann minn í skólanum klukkan fjögur í dag og það verður gaman að sjá hvort að það séu eintómir hryðjuverkamenn eins og eru með Drífu í skólanum en ég ætla að fara að vinda mér aftur í baksturinn.....................

sunnudagur, október 03, 2004

Vonbrigði dauðans

Já við tókum okkur til og töpuðum með 6 mörkum á móti Buxtehude (22-28) sem á að vera í svipuðum styrkleikaflokki og við. Og við vorum svo ógeðslega lélegar að það er varla fyndið, já við náðum alveg að skapa okkur fullt af færum en nei þá var þessi ófreskja í markinu sem við skutum bara endalaust í..............já það er ekki laust við að maður sé dálítið svekktur..arrrrggg... og það er einnig óhætt að segja að þetta hafi ekki verið dagur okkar Íslendinga og hananú....

Og svo skoðar maður eigin heimasíðu og þá er bara ófreskju mynd af kjellunni til hliðar gvöð minn góður Helga Vala gastu ekki valið betri mynd en þetta, eða þetta er kannski allt í lagi til að hrekja fólk frá síðunni nú vill enginn skoða hana af því að það er ógeðis mynd til hliðar nei nei bara smá grín Takk Helga.........
En í lokin ætla ég bara að segja ykkur að á föstudaginn tókum við okkur til og horfðum á video og viti menn ég horfði á The Ring (hryllingsmynd) með by the way þýskutali og engum texta og maður bara skildi nánast allt og ég var svo stolt af mér að ég setti bara aðra mynd í tækið og horfði semsagt á tvær myndir í röð með þýsku tali og engum texta og geri aðrir betur..úff þannig að núna get ég farið í bíó hérna í nýskubúkalandi án þess að blóta allan tímann.....djöfulsins stemming............
Tölvunördinn sem kann ekkert á þetta apparat kveður að sinni.
ble......................................................................