Johnny Magg

kellingin komin í úrvalsdeildina

föstudagur, október 15, 2004

Sælt veri fólkið
Já það er alltaf jafn mikið í fréttum hjá mér= ekki neitt nei nei segi svona. Við spilum á morgun á móti Rodstock og það er víst betra að fara að vinna einhverja leiki hérna úffff annars bara veit ég ekki hvað. en nóg um það því að ég verð að segja ykkur frá Kjellunni á neðri hæðinni sem á höllina sem við búum í. Já hún er alveg kostuleg, hún er svona kona sem gerir allt fyrir mann eins og um síðustu helgi þá ætlaði ég að fara að taka út úr þvottavélinni en þá var kjellan bara búin að því og það var ekki nóg heldur var hún líka búinn að þurkka þvottinn og brjóta hann saman alveg kostuleg, og svo kallar hún mig alltaf Djóna og alltaf þegar við hittum hana þá stoppar hún okkur alltaf og talar og talar mjög skondin. Í morgun gerðist svo þetta líka fyndna atvik Dagný lenti í henni og viti menn kjellan hún Renate spyr Dagný hvernig hún geri svona fína fléttu(ósköp venjuleg flétta eins og íslendingar þekkja) og Dagný reynir að útskýra þetta fyrir henni en hún áttar sig ekkert á þessu og fyrr en varir er Dagga komin með henni inn á klósett og byrjuð að gera fastafléttu í kjellu og sú var ánægð hún hoppaði hæð sína (við fáum örugglega köku eða einhver sætindi frá kjellu.
En það eiga pottþétt eftir að koma fleiri sögur af nýju mömmu okkar henni Renate............Dagný og reyndu svo að muna nafnið, þetta er nýja mamma þín :-)

miðvikudagur, október 13, 2004

Lítið sem ekkert í fréttum

Já ég hef bara nánast ekkert að segja nema jú eitt við fá um heimsókn um helgina og það er engin smá heimsókn því að bakarameistarinn hún Hrafnhildur og Drífa saumakona, ætla að koma að heimsækja okkur og keyra svo með okkur yfir til Hollands þar sem við hittum landsliðið ví ví brjálað stuð. Veit því miður ekkert hverjir eru í liðinu og get því ekki sagt ykkur það.
En þá ætla ég að segja ykkur frá fyrsta þýsku tímanum á level 2 gvöð minn góður ég er svo hrædd við kennarann að það hálfa væri nóg, já hún er bara mesta gribba sem ég hef á ævi minni hitt, maður bara frys allur ef að hún spyr mann að einhverju ég er bara í andlegu áfalli. En það gekk annars fínt, og engir pakistanar eða afganar eins og hjá Drífu ég þakka bara guði fyrir úffff.
meira er ekki í bili og eg skrifa bara næst þegar ég hef frá einhverju skemmtilegu að segja..
aufwiedersehen

sunnudagur, október 10, 2004

Já já enn einn tapleikurinn
Töpuðum fyrir Dortmund með 2 mörkum þetta er alveg hræðilegt nenni ekki einu sinni að tala um það....
En að þýskunáminu mínu er það að frétta að ég er orðin svo seig í þýskunni að ég var bara send í kúrs númer 2 sjóðheitt alveg..............og Gulli, takk fyrir viðleitni en það eru þrír mánuðir síðan ég lærði þessi orð, en samt fallegt af þér :-) Og semsagt á þriðjudaginn fer ég í fyrsta tímann minn á því námskeiði og ég leyfi ykkur kannski að fylgjast með. hver veit...........
Og svo í baksturinn þá heppnaðist kakan mín svona rosalega vel að hún kláraðist á einum degi úff þetta var rosaleg súkkulaði kaka með bananakremi á milli ummmmm
en dagurinn í dag er búinn að vera frekar rólegur sváfum bara til þrjú og ætlum ekki að gera neitt í dag........þannig að ég nenni ekki að skrifa meir