Johnny Magg

kellingin komin í úrvalsdeildina

laugardagur, febrúar 26, 2005

Vei! vei! vei! vei!
Bikarinn er kominn í Garðabæinn, ég er bara ekkert með tárin í augunum að hafa ekki verið með en þetta var bara upphitun fyrir næsta ár þegar það verður fullskipað lið með Rakel, Jónu og Sollu og allar hinar sem voru núna..... nei ég segi bara svona.... En til hamingju rúsínurnar mínar.

En annars er nú bara búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef bara ekki tíma til að blogga sorry. Í gær þá hitti ég frænkur mínar (Jónu Dís og Dídí) og kallana þeirra í Koblenz og þau buðu okkur Döggunni út að borða og svo sýndum við þeim bæinn eða alla vega það sem við þekktum af honum ! Kallarnir voru nú ekkert á því að vera á einhverju búðarrölti svo við hentum þeim bara inn á krá og skelltum okkur í smá búðarleiðangur en óvenju stuttann.og í hrikalega skemmtilega dótabúð og þar sáum við hræ billega línuskauta og svo í morgun brunuðum við Daggan og keyptum okkur sitthvort parið víhhhh tannig að Johnny verður fastagestur í nauthólsvíkinni í sumar....................
Annars erum við að fara að keppa við Rostock í kvöld og fyrirfram eigum við ekki mikinn séns en allt getur gerst þar sem Weibernar eru nú á mikilli siglingu þessa stundina ég meina við erum búin að fá fleiri stig núna á einum mánuði heldur en fyrir áramót ( gefum okkur eitt gott klapp) svo að á morgun segi ég ykkur úrslitin annað hvort vinnum við, töpum við eða gerum jafntefli...
fyndin...... svo eru bara 4 og hálfur dagur í Viddann........
Áfram ÍR
Busy girl

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home