Johnny Magg

kellingin komin í úrvalsdeildina

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

I´m back

Ég ætla að byrja á smá ferðasögu frá svíþjóð
Svo mun ég kannski skrifa morgun þar sem rvk open mótið er í fullum gangi og við unnum viking í gær með 10 mörkum eða eitthvað, ágætis start en svo er lítið um að vera.

Í sumarfríinu mínu skrapp ég á Heimsmeistaramót Íslenska hestsins sem var haldið í Norrköping í Svíþjóð.
Ég byrjaði á því að stoppa í Stokkhólmi í 3daga og versla eins og konum einum er lagið. Svo var brunað í Norrköping og þar var rigning og þvílíkt drullusvað þannig að fyrsta sem ég fjárfesti mér í voru boots, svakalega flott svört með hvítum doppum.
Íslendingar létu sko ekki drullusvað og rigningu stoppa sig. Ísland vann fullt af gull verðlaunum og gríðarleg stemming var á staðnum.
Svo fór ég í stæðsta dýragarð í Evrópu og við keyrðum í gegnum safarí þar sem við sáum Ljón, hýenur, birni, gýrafa og mjög skemmtilegan strút sem kom inn um gluggan hjá okkur og nartaði í epli sem við gáfum honum.
Svo í flugvélinni á leiðinni heim þá voru íslendingarnir aðeins of mikið í glasi og ældu í flugvélina við mikla hrifningu hjá flugfreyjunum.
Svona var fríið mitt og hefði ég ekki getað hugsað mér það skemmtilegra.
Kveðja Stígvélaði kötturinn.
þetta er grein sem ég var að skrifa fyrir vinnuna þannig að ég nennti ekki að skrifa aðra

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home